Friday, May 11, 2007

Auðlegð íslenskrar tungu - uppfært 24. janúar 2011

- Fýsileikakönnun á köfunarstarfsemi í afþreyingarskyni

(heiti á meistararitgerð)- NÝTT


- Fjármuni í felum á aflandseyjum á ég enga.

(Jón Ásgeir Jóhannesson, yfirlýsing)

- Íslensk tunga er ankeri íslenskrar þjóðar, lykillinn að sjálfstæðri menningu og þjóðerni. Íslensk tunga hefur alltaf átt undir högg að sækja, en hún er lífseig með eindæmum og ber þannig spegilmyndina af eðli þjóðarinnar og virðingu fyrir tungunni þótt stundum pusi í þræsingum. Um þessar mundir á íslensk tunga undir högg að sækja og rótgrónar stofnanir á Íslandi hafa meira að segja látið sér detta í hug að setja erlenda tungu í fremstu víglínu tungutaks Íslendinga við hlið íslenskunnar. Við slíku verður að sporna af lífs og sálar kröftum því sjálfstæði Íslands kann að vera í húfi.


- Jónas Hallgrímsson kom sem vorvindur inn í íslenskt tungutak fyrir 200 árum og enn er vorvindurinn í loftinu, slíkt var afl skáldsins til þess að ríma við möguleika íslenskunnar á náttúrulegum grunni hennar.


- Enn þá andar suðrið sæla af tungutaki Jónasar og það er mikilvægt að virkja þessa auðlind inn í hjartslátt þjóðarinnar í starfi og leik.

(Tillaga til þingsályktunar um prófessorsembætti kennt við Jónas Hallgrímsson)

- Hámörkun afrakstrar virðiskeðju sjávarafurða. (heiti á fyrirlestri)


- Samtök áhugamanna um fagleg vinnubrögð (SÁUFV) er hópur manna sem leggur áherslu á stuttar boðleiðir í gagnvirkum samskiptum á vinnustöðum. Einnig berjumst við að auka almenna rýmisgreind þegar kemur að afmörkun ytri og innri mörk tiltekinna skipulagsheilda.
(Úr stefnuyfirlýsingu Samtaka áhugamanna um fagleg vinnubrögð)

- Fáein dæmi úr ensku - sjá Soft language: http://www.youtube.com/watch?v=h67k9eEw9AY -

- Rekstur á nýju búsetuúrræði með félagslegum stuðningi. (úr fréttatilkynningu)

- Framhaldsaðalfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu fór fram í
Frístundamiðstöðinni Frostaskjóli þann 9.júní sl. (úr fréttatilkynningu)

- Elín Hansdóttir (f. 1980) er íslenskur innsetningalistamaður, sem kemur fyrir gagnvirkum miðlunar- og rýmissamstæðum sínum rétt eins og byggingum í byggingum. Þannig umbreytist raunverulegt umhverfi í sálrænan og fyrirbærafræðilegan leikvöll. (úr sýningarskrá)

- Vettvangur frítímans (auglýsing frá ÍTR)

- Ólínuleg myndskráning og notkun tölfræðilíkana við greiningu á segulómmyndum og tölvusneiðmyndum.
(Heiti á fyrirlestri í HÍ)

- Biðjandinn á Þröskuldinum vísar í meðvitaðar og ómeðvitaður hugsanir sem vaxa út með tilfinningakrafti í formi innvortis og útvortis leitar að sjálfsþekkingu og þar af leiðandi þekkingu á mannskepnunni og hennar marglaga birtingamyndum. Stemmur úr fortíð og framtíð blandast saman og mynda sína eigin goðsögu sem endurspeglar bæði þekktar og óþekktar goðsagnir úr sögu mannsins. Sýningin er einskonar stutt biðstaða á þröskuldinum á ferðalagi sem ekki sér fyrir endann á.
(Úr fréttatilkynningu fyrir myndlistarsýningu í Kling & Bang galleríi)

- Heiltölubestun er línuleg eða ólínuleg bestun sem inniheldur það skilyrði að ein eða fleiri breytur geta aðeins tekið gildi heiltölu. Þetta getur til dæmis átt við þegar verið er að ákveða hvort eigi að framleiða eitthvað á tiltekinni vél eða ekki og ef um er að ræða að til fellur fastur kostnaður ef eitthvað er framleitt.
(Úr námsefni í viðskiptafræði við HÍ.)

- Í þessum fyrirlestri eru rök færð fyrir því að samtengingin og sé í raun og veru ekki venjuleg samtenging og tengi því ekki tvo atburði heldur tvo þætti eins atburðar. Að auki er því haldið fram að ástæðan fyrir því að þessar samsetningar með stellingarsögn fái framvindumerkingu stafi af ósamræmi í stöðu ytri rökliðar, í samræmi við kenningar Kratzers (1994).
(ég man ekki hvar ég rakst á þetta, líklega fyrirlestur í HÍ)

- Fremstir í ferskum fiski til fagaðila
(stóð á flutningabíl frá Sjófiski)

- Sú stefna hefur verið mörkuð að rafræn sjúkraskrá LSH verði einingabyggð, það er að segja að hún verði starfræn heild staðlaðra hugbúnaðareininga sem tengdar eru með samþættingarlagi. (Af vef Landspítalans)

- Eftir talsvert ýtarlega, gagnrýna athugun á fyrirliggjandi athugunum komst Elvik (1993) að þeirri niðurstöðu að virði tölfræðilegs lífs til nota við mat á þjóðhagslegri hagkvæmni aukins umferðaröryggis væri 104 millj. kr. á verðlagi ársins 1995.

- Einstakt ferli, sem samanstendur af samræmdum og stýrðum verkþáttum með skilgreint upphaf og endi, sett af stað til að ná markmiðum er samræmast sértækum þörfum, þar á meðal takmörkunum er varða tíma, kostnað og aðföng.
(Spurningin var: Hvað er verkefni?)

- Aðferð til að stýra og samhæfa mannleg og efnisleg aðföng á æviskeiði verkefnisins með því að nota nútímatækni til að ná tilsettum markmiðum um umfang, kostnað, tíma, gæði og þarfir þátttakenda.
(Skilgreining á verkefnastjórnun)

- Kennimark viðfangs er notað til að auðkenna ýmsa hluti í upplýsinga-og fjarskiptatækni og er skilgreint sem hnútpunktur í nafnarými sem byggt er eins og tré. Kennimark er byggt á ASN.1 ( Abstract Syntax Notation One) sem er skilgreint í staðlinum X-680 frá alþjóðafjaskiptasambandinu ITU -T. ASN1.
Kennimörk koma víða við sögu þar á meðal í rafrænum skilríkjum, s.s. fyrir vísun í vottunarstefnu, yfirýsingskjöl og sem aðgreind heiti viðfanga.

- Samstarfsvettvangur fjarskiptaeftirlitsstofnana í Evrópu.

- Við mat á því hvort samningur um uppgjör í undirliggjandi þáttum teljist til afleiðu í skilningi ákvæðisins ber að líta til þess hvort hann hafi fjármálatilgang.

- Helstu verkefni eru hönnun og smíði gagnavöruhúsa sem og greining gagna og lausnasmíði.

- Undir hámörkun á nýtingu mannauðs falla lausnir á neðangreindum sviðum.

- Alhliða lausnir á sviði ráðninga.

- Það sem liggur til grundvallar húsnæðisvanda stofnunarinnar er óviðunandi húsnæðisaðstaða.

- Á grundvelli framangreindra ítrekaðra ætlaðra ólögmætra athafna mótmælendanna, og með vísan til 15. gr. lögreglulaga hafi lögreglustjóri ákveðið að nýta sér heimildir í nefndri lagagrein og fyrirskipað brottflutning fólksins af svæðinu.

- APOBEC3 (A3) prótein eru fjölskylda cytósín deaminasa í spendýrum sem geta hindrað retróveirur með því að afaminera cýtósín í úrasíl í einþátta DNAi meðan á víxlritun stendur.

- Vandi í flæði sjúklinga krufinn.

- Unnið að aukinni dreifistýringu innan spítalanna.

- Bylting í svefnlausnum.

- Rafstaðlaráð er fagstaðlaráð Staðlaráðs Íslands á rafmagnssviði.
- Regnhlífasamtök fagfélaga heildrænna meðferðaraðila.
- Heilsuhagfræðileg áhrif nýrnaígræðslu.
- Hátíðnilúsakambur og hátæknisalerni.





24 Comments:

Blogger Unknown said...

"Það sem liggur til grundvallar húsnæðisvanda stofnunarinnar er óviðunandi húsnæðisaðstaða."

Bein tilvitnun í íslenska skýrslu. ;)

1:14 PM  
Blogger Uppglenningur said...

Frábært! Bæti þessu við.

1:50 PM  
Blogger Unknown said...

"Undir hámörkun á nýtingu mannauðs falla lausnir á neðangreindum sviðum."

:)

6:41 PM  
Blogger Uppglenningur said...

Það fer hrollur um mig þegar ég les þetta.

11:27 AM  
Blogger Erna Erlingsdóttir said...

Veit einhver hvað "fjármálatilgangur" og "uppgjör í undirliggjandi þáttum" er? Sbr.:

"Við mat á því hvort samningur um uppgjör í undirliggjandi þáttum teljist til afleiðu í skilningi ákvæðisins ber að líta til þess hvort hann hafi fjármálatilgang."

10:44 AM  
Blogger Uppglenningur said...

Ég skil þetta að minnsta kosti ekki. Ertu viss um að þetta sé íslenska? ;)
Hver mælti annars þessi háfleygu orð?

10:56 AM  
Blogger Erna Erlingsdóttir said...

Þetta er úr greinargerð með frumvarpi til laga um verðbréfaviðskipti sem var lagt fram til kynningar í vor.
http://www.althingi.is/altext/133/s/1089.html

Í frumvarpinu er ýmislegt fleira "skemmtilegt" fyrir áhugafólk um undarlegt málfar.

Ætli það sé ekki nær að kalla þetta evrópsku en íslensku? Það er stundum alveg sérstakt tungumál á textum sem eiga uppruna í EES-þýðingum.

11:05 AM  
Blogger Unknown said...

Fjármálatilgangur. Snilldarorð!

Ég er sek um að hafa þýtt einhverjar Evrópuskýrslur og þær eru flestar á dularfullu tungumáli (Evr-ensku) til að byrja með, þannig að það er bölvað bögg að þýða þær.

En þessi setning sem þú vitnar í er illskiljanleg og veit ég þó hvað afleiða er.

4:55 PM  
Blogger Uppglenningur said...

Mig minnir að Sigurður Guðmundsson hafi talað um ,,efnahagsbandalönsku" í bók sinni Tabúlarasa. Það skyldi þó ekki vera umrætt tungumál?

11:14 AM  
Blogger Unknown said...

“Einstakt ferli, sem samanstendur af samræmdum og stýrðum verkþáttum með skilgreint upphaf og endi, sett af stað til að ná markmiðum er samræmast sértækum þörfum, þar á meðal takmörkunum er varða tíma, kostnað og aðföng.“

Spurningin var: Hvað er verkefni?

(úr kennsluefni í Rekstrarfræði við Hí)

6:59 AM  
Blogger Unknown said...

“Aðferð til að stýra og samhæfa mannleg og efnisleg aðföng á æviskeiði verkefnisins með því að nota nútímatækni til að ná tilsettum markmiðum um umfang, kostnað, tíma, gæði og þarfir þátttakenda”.

Skilgreining á verkefnastjórnun, úr sama námsefni og að ofan. Ég er sérstaklega að fíla hugtakið "mannleg aðföng." :)

7:01 AM  
Blogger Uppglenningur said...

Þetta eru nú meiri bókmenntirnar.

10:51 AM  
Blogger Erna Erlingsdóttir said...

Ja hérna.

4:16 PM  
Blogger Unknown said...

Eins og mannleg aðföng megi hafa skoðanir? Passið ykkur bara að það komi ekki einhver og hámarki nýtingu á ykkur! ;)

4:35 PM  
Blogger Erna Erlingsdóttir said...

Hvernig ætli það færi með "tölfræðilegt líf" okkar (sbr. nýjasta gullkornið)?

6:52 PM  
Blogger Unknown said...

Kannski endum við sem tölfræðileg aðföng í starfrænni og rafrænni sjúkraskrá?

"Sú stefna hefur verið mörkuð að rafræn sjúkraskrá LSH verði einingabyggð, það er að segja að hún verði starfræn heild staðlaðra hugbúnaðareininga sem tengdar eru með samþættingarlagi."

(Af vef Landspítalans)

11:38 AM  
Blogger Uppglenningur said...

Ég er að hugsa um að láta hér eftir fylgja með hvaðan viðkomandi speki er fengin. Hér er að verða til ómetanlegur gagnabanki sem á eftir að koma málvísindamönnum að góðu gagni.

6:07 PM  
Blogger La profesora said...

ég er næstum því alveg komin með hausverk.

11:42 AM  
Blogger Harpa Jónsdóttir said...

Mér finnst þetta frá LHS vera toppurinn hingað til.

4:12 PM  
Blogger Unknown said...

"Heiltölubestun er línuleg eða ólínuleg bestun sem inniheldur það skilyrði að ein eða fleiri breytur geta aðeins tekið gildi heiltölu. Þetta getur til dæmis átt við þegar verið er að ákveða hvort eigi að framleiða eitthvað á tiltekinni vél eða ekki og ef um er að ræða að til fellur fastur kostnaður ef eitthvað er framleitt."

Úr námsefni í viðskiptafræði við HÍ.

12:49 PM  
Blogger Harpa Jónsdóttir said...

Fólk er klikk. Í alvöru.

4:18 AM  
Blogger Uppglenningur said...

Segðu.

1:50 PM  
Blogger Unknown said...

"...meðvitaðar og ómeðvitaður hugsanir sem vaxa út með tilfinningakrafti í formi innvortis og útvortis leitar að sjálfsþekkingu..."

Hvað ætli sá/sú sem samdi þetta hafi verið að reykja? :)

9:39 AM  
Anonymous Anonymous said...

Independent [url=http://www.greatinvoices.com]how to make an invoice[/url] software, inventory software and billing software to create masterly invoices in before you can say 'jack robinson' while tracking your customers.

2:20 AM  

Post a Comment

<< Home