Saturday, March 20, 2010

Safna mottu?

Ég viðurkenni að mig hefur lengi langað til að prófa að safna skeggi á efrivör. Aftur á móti hef ég ekki áhuga á að taka þátt í einhverju hópefli, jafnvel þó að málefnið sé gott.

Ég verð því víst að bíða um sinn. Kannski verður mottumaí hjá mér í stað mottumars. Þá verður æðið gengið yfir og hinir búnir að raka af sér skeggið.

Annars kann ég betur við orðið yfirvararskegg. Í þessu samhengi er motta nefnilega stytting á orðinu hormotta sem getur seint talist aðlaðandi, hvað þá kynæsandi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home