Thursday, September 16, 2010

Af Miðjunni

Það er fátt um fína drætti á Miðjunni þessa dagana og svo hefur reyndar verið um alllangt skeið. Fréttir á forsíðu hafa ekki verið uppfærðar frá því í júní, ,,Bókin á náttborðinu” var síðast uppfærð í mars og íþróttafréttirnar í apríl. Þá mætti halda að bíósýniningar og tónleikahald hafi fallið niður á Íslandi í sumar enda ekkert nýtt í þeim dálki síðan í júlí. Þeir einu sem virðast enn vera með nokkru lífsmarki á Miðjunni eru fáeinir bloggarar sem skjóta inn einum og einum pistli, aðallega um mat og bókmenntir. Óneitanlega furðar maður sig á því af hverju vefurinn lafir enn í loftinu. Væri ekki betra að veita honum sómasamlega útför í stað þess að láta hræið rotna fyrir allra augum?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home