Tuesday, March 23, 2010

Fékk keðjusög í fótinn

Ég rak einu sinni keðjusög á fullum snúningi í fótinn á mér. Sem betur fer var ég í hlífðarbuxum þannig að keðjan stöðvaðist áður en hún nam við skinn en buxnaskálmin lá eftir í tætlum. Óneitanlega er maður gætnari eftir en áður. Samt veit maður aldrei hvað kann að gerast. Ef ég rek sögina aftur í mig - og að þessu sinni inn að beini þannig að mér blæði út í skóginum - vona ég að sagan endi ekki sem furðufrétt í einhverjum fjölmiðli úti í heimi.

Einnig lá eitt sinn nærri að ég fengi stærðarinnar sitkagreni í höfuðið á mér en það er önnur saga.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home