Örlagavaldurinn Katla
Þegar Katla gaus síðast, árið 1918, var langafi minn bóndi í Álftaveri í Vestur-Skaftafellssýslu. Svo illa léku hamfarirnar bújörðina að hann neyddist til að yfirgefa hana og flytja ásamt konu sinni og barnaskaranum til Vestmannaeyja. Þar var ekki um auðugan garð að gresja fyrir bóndann þannig að hann skipti um karríer og gerðist yfirfiskimatsmaður. Afi var aðeins á sjöunda ári þegar hann upplifði hörmungarnar í Álftaveri og fluttist til Eyja þar sem hann átti síðar eftir að kynnast verðandi eiginkonu sinni. Ef Katla hefði ekki gosið þetta örlagaríka ár er ekki víst að ég væri að skrifa þessi orð núna.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home