Saturday, April 10, 2010

Sandinista!

Ég hef verið einlægur aðdáandi The Clash frá því ég var 14 eða 15 ára. Aðdáunin hefur vaxið með árunum sem verður ekki sagt um allar hljómsveitir sem ég kynntist á þessum tíma. Það var samt ekki fyrr en í dag (eða öllu heldur í gær) að ég festi kaup á þessari umdeildu plötu enda hef ég verið hálfhræddur við hana. Þegar hún kom út á sínum tíma var hún þreföld vínylplata sem sumir segja að hefði nægt að vera tvöföld. Aðrir ganga enn lengra og segja að hún hefði verið góð einföld plata. Ég er á báðum áttum eftir fyrstu hlustun. Hún virðist vera langt frá því jafnsterk og London Calling (sem er vel að merkja ein af mínum uppáhaldsplötum ásamt Exile on Main Street með Stones og fleiri góðum). Ég ætla þó að bíða með að fella lokadóm fyrr en ég hef hlustað á hana að minnsta kosti tíu sinnum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home