Monday, April 05, 2010

Orð og myndir

Stríðsherrar reyna alltaf að takmarka aðgengi fólks með myndavélar að vígvöllum heimsins. Þeir vita að myndefni þaðan getur haft mikil áhrif á afstöðu almennings til stríðsrekstursins. Það á jafnt við um hreyfimyndir sem ljósmyndir. Það sem hreyfir mest við manni núna eru þó ekki myndirnar sem slíkar heldur ummæli þeirra sem halda um gikkinn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home