Síðasta sveitin sem skipti máli
Á sínum tíma var The Clash stundum kölluð ,,eina hljómsveitin sem skipti máli". Þegar maður lítur yfir þróun rokksins undanfarin ár og áratugi hallast maður að því að hún hafi verið ,,síðasta hljómsveitin sem skipti máli". Í útvarpinu er hver rokksveitin annarri leiðinlegri, eintómir vælukjóar og hermikrákur sem hafa ekki upp á neitt nýtt eða spennandi að bjóða. Mætti ég þá frekar biðja um Buddy Holly eða The Rolling Stones. Eða The Clash.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home