Í glugganum á næsta húsi
Í glugganum á næsta húsi situr köttur makindalega og starir á mig. Ég gjóa augunum öðru hverju á hann, kann þó ekki við að stara þar sem það þykja ekki góðir mannasiðir. Ég man ekki til þess að hafa séð hann þarna fyrr. Líklega hefur hann heldur aldrei áður barið mig augum. Þess vegna erum við ef til vill svo forvitnir hvor um annan.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home