Wednesday, April 21, 2010

Holl áminning

Eldgosið í Eyjafjallajökli er holl áminning fyrir Íslendinga og heimsbyggðina alla. Hún minnir okkur á þá hættu sem stafað getur af eldsumbrotum og það tjón sem þau geta valdið. Og þó telst þetta gos enn sem komið er minni háttar í samanburði við ýmis önnur.

Eldgosið minnir heimsbyggðina á hversu háð hún er orðin nútímatækni og hvernig náttúran getur sett hana úr skorðum með litlum sem engum fyrirvara. Ég efast um að margir af strandaglópum vikunnar hafi leitt hugann að því að eldgos á Íslandi kynni að raska áætlunum þeirra með þessum hætti. Truflanirnar sem hafa fylgt Eyjafjallagosinu eru þó lítilvægar miðað við þær hörmungar sem ofureldgos myndu hafa í för með sér. Það er ekki víst að nokkur mannvera lifði af til að skrá þá sögu.

Það verður þó enginn heimsendir að sinni. Hann bíður betri tíma.

(Núna held ég að ég skrifi ekki meira um eldgos í bili. Tek upp þráðinn aftur þegar Katla gýs 10. júní.)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home