Thursday, July 08, 2010

Mikla hvað?

Í minni fjölskyldu hefur túnið aldrei gengið undir öðru nafni en Klambratún.
Besti flokkurinn er kannski ekki svo slæmur.

Ferðalok 2

Köngulóin víðförla sem klöngraðist alla leið upp á þriðju hæð var kramin til bana um leið og hún stakk forvitnu höfðinu inn um svefnherbergisgluggann.

Tuesday, July 06, 2010

Ferðalok

Gasblaðran sem yfirgaf eiganda sinn í miðbæ Reykjavíkur þann 17. júní síðastliðinn endaði för sína í Sandahlíð, skammt frá Vífilsstaðavatni.