Wednesday, March 31, 2010

Harmspá

Ég er ekki svartsýnn að eðlisfari en nú er ég ansi hræddur um að einhver eigi eftir að fara sér að voða við eldstöðvarnar.

Sunday, March 28, 2010

Rok og kuldi

Það er ekki séns að ég fari að klöngrast upp á Fimmvörðuháls.

Í þessu veðri hrýs mér hugur við að þurfa að fara út með ruslið.

Best er að sitja inni og orna sér við eldgosamyndir á sjónvarpsskjánum.

Friday, March 26, 2010

Funny how quick the milk turns sour



Það er eitthvað við Beautiful South (og Housemartins), lagasmíðarnar, textana og myndböndin. Þetta er með þeim betri.

Tuesday, March 23, 2010

Fékk keðjusög í fótinn

Ég rak einu sinni keðjusög á fullum snúningi í fótinn á mér. Sem betur fer var ég í hlífðarbuxum þannig að keðjan stöðvaðist áður en hún nam við skinn en buxnaskálmin lá eftir í tætlum. Óneitanlega er maður gætnari eftir en áður. Samt veit maður aldrei hvað kann að gerast. Ef ég rek sögina aftur í mig - og að þessu sinni inn að beini þannig að mér blæði út í skóginum - vona ég að sagan endi ekki sem furðufrétt í einhverjum fjölmiðli úti í heimi.

Einnig lá eitt sinn nærri að ég fengi stærðarinnar sitkagreni í höfuðið á mér en það er önnur saga.

Sunday, March 21, 2010

Enn af auglýsingu Símans

Ætli margir séu að uppfæra Fésbókarstatusinn eða svara tölvupósti á Fimmvörðuhálsi þessa stundina?

Saturday, March 20, 2010

Safna mottu?

Ég viðurkenni að mig hefur lengi langað til að prófa að safna skeggi á efrivör. Aftur á móti hef ég ekki áhuga á að taka þátt í einhverju hópefli, jafnvel þó að málefnið sé gott.

Ég verð því víst að bíða um sinn. Kannski verður mottumaí hjá mér í stað mottumars. Þá verður æðið gengið yfir og hinir búnir að raka af sér skeggið.

Annars kann ég betur við orðið yfirvararskegg. Í þessu samhengi er motta nefnilega stytting á orðinu hormotta sem getur seint talist aðlaðandi, hvað þá kynæsandi.

Friday, March 19, 2010

Auglýsingar missa marks

3G auglýsingar símans sannfæra mig ekki.

Þvert á móti. Á Fimmvörðuhálsi og í Skaftafelli myndi ég gjarnan vilja vera án Fésbókarinnar og tölvupóstsins.

Sjóndepra

Skyndileg sjóndepra var á misskilningi byggð.

Við nánari athugun reyndist rúðan skítug.

Sunday, March 14, 2010

IceSave My Ass

Hvar ætli maður geti orðið sér úti um svona kaffibolla?

Saturday, March 13, 2010

Jæja!

Það er aldrei að vita nema maður byrji að skrifa hér á ný!