Friday, August 27, 2010

Snúrur og pappír

Ég lifi víst á þráðlausum og pappírslausum tímum.

Engu að síður er ég umvafinn snúrum og við það að drukkna í pappír.

Wednesday, August 18, 2010

Vegna fjölda áskorana

er eini Íslendingurinn sem ekki var á Facebook búinn að skrá sig (aftur).

Tuesday, August 17, 2010

Ekki bara hilluskraut

Það er kominn tími til að ég læri að leika á þetta ukulele sem hefur setið á stofuhillunni frá því að það kom í hús seint á síðasta ári.

Friday, August 13, 2010

Leggur og skel

Leikföng eins og þau sem ég lék mér með sem barn má nú sjá í Fríðu frænku og á Árbæjarsafni.

Aldurinn færist óneitanlega yfir.

Saturday, August 07, 2010

Kvöld eitt í sófanum

H: Langar þig til að horfa á sjónvarpið?

E: Nei. Mig langar bara til að horfa á þig.

Sunday, August 01, 2010

Léttir

Það er ekki kviknað í húsinu eins og ætla mætti af lyktinni.

Nágranninn er bara að grilla.