Sunday, May 30, 2010

Af úrslitum borgarstjórnarkosninga í Reykjavík árið 2010

Æ!

Friday, May 28, 2010

Snúðu mér við

Áletrun á gangstéttarhellu neðarlega í Túngötu.

Rassskelling í Reykjavík

Það stefnir í að kjósendur í Reykjavík ætli að rassskella fulltrúa gömlu flokkanna í kosningum á morgun.

Það skyldi þó ekki fara svo að kjósendur fái sjálfir hluta af skellinum? Jafnvel mesta skellinn.

Thursday, May 27, 2010

Í glugganum á næsta húsi

Í glugganum á næsta húsi situr köttur makindalega og starir á mig. Ég gjóa augunum öðru hverju á hann, kann þó ekki við að stara þar sem það þykja ekki góðir mannasiðir. Ég man ekki til þess að hafa séð hann þarna fyrr. Líklega hefur hann heldur aldrei áður barið mig augum. Þess vegna erum við ef til vill svo forvitnir hvor um annan.

Eurovision - neðstu sætin

Það besta við Eurovision-útsendinguna að þessu sinni hlýtur að vera yfirlitið yfir lögin sem lent hafa í neðsta sæti í gegnum tíðina. Ég hefði gjarnan viljað sjá heilan þátt með þeim.

Thursday, May 20, 2010

Fréttamyndir nú á dögum

Sum af mest sjokkerandi myndskeiðum sem maður sér í fréttum um þessar mundir eru teknar af öryggis- og eftirlitsmyndavélum.

http://news.bbc.co.uk/2/hi/americas/8696085.stm

Wednesday, May 19, 2010

Vandinn við að kaupa notaðan bíl IV

Það er enginn vandi lengur.
Ég er búinn að kaupa bílinn.

Núna vantar mig bara eitt stykki 15 tommu álfelgu á Dodge Stratus árgerð 2003.

Tuesday, May 18, 2010

Nýtt met í íslenskum smáborgarahætti

Er það virkilega efni í burðarfrétt í innblaði með forsíðutilvísun að minnst hafi verið á Ísland í amerískum teiknimyndaþætti? Aðeins einu sinni hef ég séð ámátlegra dæmi um íslenskan smáborgarahátt. Það var þegar Morgunblaðið birti stóra grein með tveimur myndum þess efnis að nafn söngkonunnar Bjarkar hefði verið krotað á saltkassa og sjálfsala í einhverri borg úti í heimi.

Sunday, May 16, 2010

Dreymir þig stjórnmálamenn?

Þá getur verið fróðlegt að athuga merkingu draumanna. Niðurstöður fengnar af síðunni www.draumur.is.

Jóhanna
Afar gott tákn í draumi, gæfuríkir tímar blasa við.

Össur
Er talið boða erfiðleika eða búskaparbasl.

Steingrímur
Þú mátt eiga von á erfiðleikum um tíma.

Mig dreymdi einmitt Jóhönnu um daginn. Heppinn.

Friday, May 14, 2010

Vandinn við að kaupa notaðan bíl III

Merkilegur þjóðflokkur þessir sölumenn notaðra bíla.

Þeir þekkja ævisögu allra fyrrverandi eigenda bílanna á planinu.
Svo koma þeir alltaf af fjöllum þegar maður bendir þeim á sitthvað sem ekki er í lagi í bílunum sjálfum.

,,Nú er það?" er þá gjarnan viðkvæðið.

Trending Now samkvæmt Yahoo

1. E. coli
2. Iron Man 2
3. Dalai Lama
4. Celine Dion

Monday, May 10, 2010

Vandinn við að kaupa notaðan bíl II

Nú skil ég af hverju fólk tók bara myntkörfulán og fékk sér einn nýjan, beint úr kassanum.

Thursday, May 06, 2010

Nálastungumeðferð

Það jafnast ekkert á við það að klæða sig í glænýja skyrtu í fyrsta skipti.

Tuesday, May 04, 2010

Skemmtileg tilviljun á Hringbrautinni

„Police on my back" í geislaspilaranum.

Blá blikkljós í baksýnisspeglinum.

Monday, May 03, 2010

Vandinn við að kaupa notaðan bíl

Spindilkúlur, öxulhosur, upphalaramótor, ballansstangarendar, afturstífur, spyrnufóðringar . . .

Ég vissi ekki einu sinni að alla þessa hluti væri að finna í bifreiðum. Hvað þá að þeir gætu gefið sig. Jafnvel allir í einu.

Mæli með að fólk fari með bílinn í ástandsskoðun áður en það tekur upp veskið.