Thursday, November 18, 2010

Feigð og fegurð í jólatrjáaskógi

Við leitina að rétta jólatrénu sannast hið fornkveðna: Það geta ekki allir verið gordjöss. Það er samt ekki tekið út með sældinni að vera vel vaxinn og fallegur. Þeir sem hafa útlitið með sér gjalda fyrir það með lífinu. Aðeins þeir ljótustu lifa af.

Monday, November 15, 2010

Að hugsa í áratugum

Skógræktarfólk þarf að vera framsýnt og þolinmótt enda sprettur skógur ekki á einni nóttu. Skógrækt er langtímafjárfesting þar sem ekki er neins skyndigróða að vænta. Skógræktarfólk gerir sér jafnvel ekki vonir um að sjá verulegan árangur af striti sínu í lifanda lífi þó að það voni vissulega að komandi kynslóðir muni njóta þess. Líkt og góðir listamenn vita skógræktarmenn að verk þeirra eiga eftir að lifa lengur en þeir. Í skógrækt þarf maður því að hugsa áratugi fram í tímann. Jafnvel aldir. Mikið væri gott ef fleiri gætu tamið sér slíkan hugsunarhátt, ekki síst þeir sem kunna aðeins að hugsa í kjörtímabilum.