Tuesday, June 15, 2010

Mynd sem ekki var tekin

í einu af nýju hverfum bæjarins þar sem enn hafa ekki verið lagðar gangstéttar spássera tvær eldri konur hlið við hlið úti á miðri götu, hvor með sína göngugrindina og litríka krullupinna í gráu hári.

Friday, June 11, 2010

Aldur er afstæður

,,Mexíkó skipti inn einhverjum eldgömlum leikmanni, 37 ára, sem gat ekki neitt."
(ónefndur 11 ára áhugamaður um fótbolta)

Saturday, June 05, 2010

Óskað eftir ábendingum

um undarlegt málfar í Auðlegð íslenskrar tungu.
Sjálfur hef ég ekki rekist á neitt sérstakt að undanförnu.